Stjórnandi forrita
Ýttu á
og veldu
Forrit
>
Stj. forrita
. Þú getur sett upp
tvenns konar forrit og hugbúnað í tækinu:
•
J2ME
TM
forrit byggt á Java
TM
tækni með endingunni .jad
eða .jar (
).
•
Önnur forrit sem henta Symbian-stýrikerfinu (
).
Uppsetningarskrárnar hafa endinguna .sis. Aðeins skal
setja upp hugbúnað sem er sérstaklega hannaður fyrir
Nokia N81. Hugbúnaðarframleiðendur vísa stundum til
opinbers heitis þessarar vöru: Nokia N81-1.
Hægt er að flytja uppsetningarskrár í tækið úr samhæfðri
tölvu, hlaða þeim niður af netinu og fá þær sendar sem
margmiðlunarboð, sem tölvupóstsviðhengi eða með
Bluetooth-tengingu. Þú getur notað Nokia Application
Installer í Nokia Nseries PC Suite til að setja upp forrit
í tækinu.