
Sjálfvirk samstilling
Til að breyta sjálfgefna skráarflutningskostinum í Windows
Media Player skaltu smella á örina undir Sync, velja tækið
og smella á Set up Sync. Hreinsaðu eða veldu reitinn Sync
this device automatically.
Ef reiturinn Sync this device automatically er valinn og
tækið tengt uppfærist tónlistarsafnið sjálfvirkt með þeim
spilunarlistum sem valdir voru í Windows Media Player.
Ef engir spilunarlistar hafa verið valdir er allt tónlistarsafn
tölvunnar valið til samstillingar. Athuga skal að tölvusafnið
kann að innihalda fleiri skrár sem komast fyrir í tækinu. Sjá
nánari upplýsingar í hjálparforriti Windows Media Player.
Spilunarlistarnir í tækinu eru ekki samstilltir við
spilunarlistana í Windows Media Player.